Bæjarhraun, hjólastígur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1706
5. júní, 2013
Annað
Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð SBH frá 28.maí sl. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að skipulagið yrði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 Athugasemdir bárust. Haldinn var kynningarfundur um skipulagið skr. 40. grein sömu laga. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráði var gerð grein fyrir athugasemdum og lögð fram svör við þeim. Tekur undir svörin og gerir að sínum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulagi við Bæjarhraun, hjólastíg með vísan til 41. gr. laga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir Bæjarhraun, hjólastíg og að deiliskipulaginu verði lokið með vísan til 41. gr. laga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.