Sléttuhlíð B2, byggingarstig og framkvæmdir
Sléttuhlíð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 253
22. júní, 2010
Annað
Fyrirspurn
Þann 2.4.2008 var samþykkt byggingarleyfi á lóðinni nr. B2 í Sléttuhlíð, síðasta úttekt var úttekt á sökklum, en úttekt á botnplötu var synjað þann 27.5.09. Nú er húsið fullbyggt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.05.2010 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 02.06.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags-og byggingarráð gerir húseiganda að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 32.2 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997." - Lagður fram tölvupóstur frá Arngunni Ýr eiganda bústaðarins dags. 07.06.2010. Byggingarstjóri hefur síðan verið í sambandi við byggingareftirlitsmann skipulags- og byggingarsviðs.
Svar

Skipulags-og byggingarráð frestar málinu.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123122 → skrá.is
Hnitnúmer: 10034221