Bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Hrafnistu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1726
28. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð SBH frá 23.maí sl. Lagt fram samkomulag um staðarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar ásamt skýringaruppdrætti í samræmi við fyrri samþykktir bæjarstjórna Hafnarfjarðar og Garðabæjar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir Samkomulag um staðarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar ásamt skýringaruppdrætti og felur bæjarstjóra undirritun samningsins f.h. Hafnarfjarðar."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.