Strandgata 28, deiliskipulag Miðbæjar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1726
28. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð SBH frá 23.maí sl. Tekin fyrir að nýju endurskoðuð tillaga KRARK arkitekta að deiliskipulagi lóðanna þar sem komið hefur verið til móts við ábendingar skipulags- og byggingarráðs. áður lögð fram viljayfirlýsing lóðarhafa og húsfélags Fjarðar um framkvæmd skipulagsins. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Framlengdum athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn 31.03.14. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomum athugasemdum ásamt tillögu að svörum við þeim. Frestað á síðasta fundi.
Skipulags - og byggingarráð samþykkir breytingu deiliskipulags og gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum. Komið hefur verið til móts við athugasemdir varðandi útfærslu byggingar og að teknu tilliti til gildandi deiliskipulags frá árinu 2004. SBH leggur þá áherslu á að þegar teikningar komi til formlegrar meðferðar verði sérstaklega horft til atriða eins og samræmis og þess að skipta byggingunni upp í 3 mismunandi einingar frá Strandgötu. Jafnframt lögð áhersla á góða tengingu við verslunarmiðstöðina Fjörð.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagsbreytingu fyrir Strandgötu 26 - 30 og að málinu verði lokið samkvæmt 43. gr. laga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls, einnig Rósa Guðbjartsdóttir.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 atkvæðum.