Furuás 30, breyting, nýr hönnuður.
Furuás 30
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 421
8. ágúst, 2012
Annað
Fyrirspurn
Húsið er enn skráð á byggingarstigi 3, þó svo að það virðist fullbyggt. Fokheldisúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 30.05.12 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi á Mannvirkjastofnun um áminningu í samræmi við lög um Mannvirki nr. 160/2010. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að leggja dagsektir á eiganda og byggingarstjóra kr. 20.000 á dag frá og með 1. október 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Jafnframt verður sent erindi á Mannvirkjastofnun um að veita byggingarstjóra áminningu í samræmi við sömu lög.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207233 → skrá.is
Hnitnúmer: 10084782