Dalsás 8-12, byggingarstig og notkun
Dalsás 8A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 421
8. ágúst, 2012
Annað
Fyrirspurn
Vakin er athygli á að síðasta skráða úttekt á Dalsás 8 er úttekt á hitalögnum í nóvember 2011, síðustu skráðu úttektir á nr. 10 og 12 er vegna fokheldis. En skv. loftmynd virðist mannvirkið að fullu risið og nokkrar íbúðir komnar með matstig 7. Það vantar fokheldi á nr. 8 ásamt lokaúttekt á öllum mhl. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 21.12.11 byggingarstjóra skylt að sækja um þær öryggisúttektir og lokaúttektir sem vantar innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra/eiganda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207184 → skrá.is
Hnitnúmer: 10127997