Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga - þátttaka sveitarfélaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 17
10. nóvember, 2022
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. nóvember, þar sem óskað var eftir sveitarfélögum til þátttöku við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga.
Svar

Bæjarráð þakkar Sambandi íslenskra sveitarfélaga erindið og fagnar framtakinu. Sveitarfélagið Árborg hefur því miður ekki tök á að taka þátt í verkefninu á þessu stigi. Bæjarráð vísar erindinu til kynningar í Umhverfisnefnd.