Deiliskipulagsbreyting - Hæðarland 32-42
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 8
2. nóvember, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 10. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 26. október, liður 9. Deiliskipulagsbreyting - Hæðarland 32-42.
Anne Bruun Hansen f.h. landeiganda, lagði fram óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar í Austurbyggð. Breytingin felst í að byggingarreitur fyrir lóðina Hæðarland 32-42 færist til suðurs um einn metra. Annað breytist ekki.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fól skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.