Viðauki við samkomulag um íbúðabyggð í Jórvík 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 8
2. nóvember, 2022
Annað
Fyrirspurn
Fyrir liggur minnisblað bæjarrita um viðauka við samkomulag um íbúðabyggð í Jórvík 1. Í viðaukanum er kveðið á um að Jórvík fasteignir ehf. afsali til sveitarfélagsins 22 byggingarlóðum í landi Jórvíkur 1 og að sveitarfélagið í framhaldi af því gefi út lóðarleigusamninga til landeigenda vegna þeirra lóða. Fyrir liggur samkomulag Jórvík fasteigna ehf. og Selfossveitna um tengingu við heitt vatn á umræddum lóðum. Samhliða þinglýsingu á afsali verður kvöð þinglýst á umræddar lóðir um að Jórvík fasteignir ehf. eða aðrir leigutakar samkvæmt lóðarleigusamningi við sveitarfélagið geti ekki haft uppi kröfur á hendur sveitarfélaginu vegna framkvæmda þeirra sem Jórvík fasteignir hafa skuldbundið sig til að ljúka fyrr en lokaúttekt samkvæmt samningi dags. 13. ágúst 2020 liggur fyrir. Með viðauka þessum er verið að víkja frá 1. gr. samkomulags aðila, dags. 13. ágúst 2020, um að gengið skuli frá afsölum og yfirlýsingum um eignaskipti til þinglýsingar þegar að Jórvík fasteignir efh. hafa lokið framkvæmdum sínum og fengið lokaúttekt.
Lagt er til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur og að bæjarritara verði veitt heimild til að undirrita öll skjöl er tengjast gjörningi þessum.
Svar

Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.