Óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Björkurstykki
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 8
2. nóvember, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 10. fundi skipulag- og byggingarnefndar, frá 26. október, liður 7. Björkurstykki - Óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Hermann Ólafsson, Landhönnun, lagði fram óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðasvæðis Björkurstykkis. Breytingin tekur til stækkunar byggingarreits grunnskóla, þar sem byggingarreitur er færður um tvo metra til suðurs. Breytingin er til komin vegna óska um stækkun sérkennsluálmu, smíðakennslustofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna.
Svar

Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

800 Selfoss
Landnúmer: 161790 → skrá.is
Hnitnúmer: 10119788