Deiliskipulag
Eyði-Sandvík
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 dögum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 1
15. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Brynja Rán Egilsdóttir f.h. landeigenda leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyði-Sandvík land 1. Landnr. 203553. Tillaga tekur til rúmlega 9 ha lands og er gert ráð fyrir heimild til byggingar íbúðarhúss og bílskúrs allt að 400m2 og gestahúsi allt að 80 m2, með mænishæð húsa allt að 5,5m. Þá verður heimilt að reisa útihús/skemmu allt að 600m2, með mænishæð allt að 8,0m. Aðkoma að landpildunni er af Votmúlavegi nr.310 og um nýja heimreið austan við Eyði-Sandvík. Tillagan gerir ráð fyrir að heiti deiliskipulagssvæðis verði framvegis Beykiskógar. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Árborgar 2010-2030 og einnig endurskoðað aðalskipulag Árborgar 2020-2036, sem er á lokavinnslustigi skipulagsferlis
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og mælist til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Axel Sigurðsson situr hjá við afgreiðslu máls.

801 Selfoss
Landnúmer: 166185 → skrá.is
Hnitnúmer: 10000865