Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Háeyrarvellir 56
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 1
15. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Vísað í skipulags- og byggingarnefnd frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 11.5.2022: Guðmundur Gunnar Guðnason fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar sækir um byggingarleyfi fyrir færanlegum kennslustofum við BES. Flatarmál u.þ.b. 450 m2. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur lausum kennslustofum, matsal auk kaffi- og annarrar aðstöðu fyrir skólastjórnendur og kennara. Alls fjórar einingar með tengibyggingu á milli. Staðsetning austan við núverandi skólabyggingu. Lóðin Háeyrarvellir 56, er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, sem svæði fyrir þjónustustofnanir. Ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu. Skipulagsfulltrúi hefur grenndarkynnt tillöguna fyrir íbúum að Merkisteinsvöllum 3,7,9 og 11, og hafa eigendur framangreindra mannvirkja samþykkt tillöguna með undirritun á uppdrátt.
Svar

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna færanlegra kennslustofa og þjónusturýma við grunnskólann á Eyrarbakka, Háeyrarvöllum 56.

820 Eyrarbakki
Landnúmer: 166012 → skrá.is
Hnitnúmer: 10088543