Framkvæmdaleyfisumsókn - Hraðahindranir við Árveg, Álalæk og Engjaveg.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 dögum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 1
15. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Atli Marel Vokes sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar leggur fram í tölvupósti dags. 6.5.2022, ósk um framkvæmdaleyfi vegna gerðar nýrra hraðahindrana samkvæmt umferðarskipulagi við Árveg, Álalæk og Engjaveg við Hamar, og Engjaveg við Reynivelli á Selfossi.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.