Framkvæmdaleyfi - Suðurhólar - Háspennustrengur í jörð. Rarik
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 48
11. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 94. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 4. maí sl. liður 7. Framkvæmdaleyfi - Suðurhólar - Háspennustrengur í jörð. Rarik
Lárus Einarsson f.h. RARIK óskar eftir samþykki sf/Árborgar fyrir lögn á 11kV háspennustrengs, með Suðurhólum frá spennistöð RARIK við hundasleppisvæði að spennistöð RARIK við afleggjara að Jórvík. Töluvert af lögnum er á þessar leið og eftir að stika nákvæmlega út hentugustu leiðin. Eftir að leið hefur verið stikuð út og GPS mæld, verður hún senda sf/Árborg til umsagnar. Haft verður samband við aðliggjandi landeigendur, þeim kynnt framkvæmdin og óskað samþykkis. Sérstök gát verður höfð vegna lagnarinnar m.t.t umferðar og reiðstígs. Strax verður gengið frá skurðstæði með fullnægjandi hætti. Framkvæmd er áætluð í maí 2022.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð Árborgar að umsókn yrði samþykkt og að skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Svar

Lagt er til við bæjarstjórn að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.