Umsókn um stofnframlög - íbúðir fyrir öryrkja í Árborg 2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 48
11. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Umsókn frá Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins um stofnframlög vegna byggingar eða kaupa á 7 íbúðum í Árborg.
Bókun frá 145. fundi bæjarráðs: Bæjarráð tók jákvætt í erindið en óskaði eftir að framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins kæmi á fund bæjarráðs til að ræða erindið ásamt öðrum sameiginlegum hagsmunamálum Brynju og Sveitarfélagsins Árborgar.
Bæjarráð samþykkir beiðni Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins um stofnframlög vegna 7 íbúða. Viðræðum við Guðbrand Sigurðsson var frestað að sinni.
Óskað var eftir staðfestingu bæjarstjórnar um stofnframlög vegna 7 íbúða.
Svar

Ari B. Thorarensen, D-lista og Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.