Framkvæmdaleyfi - Rannsóknarborholur. Heitt vatn. Selfossveitur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 48
11. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Vilhjálmur Kristjánsson f.h. Selfossveitna, kt: 630992-2069, óskar eftir framkvæmdarleyfi fyrir rannsóknarborunum á Selfossi, landr. 186665. Sótt er um framkvæmdarleyfi fyrir borun á tveimur rannsóknarholum, holu 1 og holu 2, samkvæmt tillögu ISOR í meðfylgjandi minnisblaði, dags. 12.4.2022.
Útbúa þarf vegslóða að staðsetningum holanna og aðkoma verður skoðuð í samráði vð þá sem málið varðar sem og borverktaka. Á borstað þarf að jafna jörð og útbúa malarplan fyrir bor að standa á.
Ráðist yrði í boranir á tímabilinu maí - sept. 2022 og verktími fyrir hvora holu er ca. 1 mánuður.
Að höfðu samráði við skipulagsfulltrúa leggur bæjarstjóri til að við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið.
Svar

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.