Deiliskipulagsbreyting
Larsenstræti 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 48
11. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 94. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 4. maí sl. liður 4. - Larsenstræti 2 - Deiliskipulagsbreyting Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi 23.2.2022, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi vegna lóðarinnar Larsenstræti 2, á Selfossi. Tillagan hefur verið grenndarkynnt fyrir eigendum i fasteignanna Larsenstræti 4 og 6, Langholti 1 og var gefinn frestur til og með 22.3.2022. Ein athugasemd barst frá Páli Gunnlaugssyni f.h. Smáragarðs ehf, eiganda fasteignarinnar Langholt 1. Gerð var athugasemd við að byggingarreitur á lóðinni Larsenstræti 2 nái að lóðarmörkum Langholts 1. Gerð hefur verið breyting á uppdrætti og byggingareitur færður í 3m fjarlægð frá lóðarmörkum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr., og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsi um gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

800 Selfoss
Landnúmer: 210920 → skrá.is
Hnitnúmer: 10108953