Tillaga frá UNGSÁ um samning við ríkið um uppbyggingu á menningarsalnum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 15
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að samningar við ríkið um uppbyggingu á menningarsalnum verði kláraður.
Svar

Kristín Ósk Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að samningar við ríkið um uppbyggingu á menningarsalnum verði kláruð.
- Ungmennaráðið telur það vera hrein nauðsyn að sveitarfélagið geri samning við ríkið um að endurbyggja Menningarsalinn, sem er í Hótel Selfoss. Nú er stór og flottur salur sem hefur mörg not, legið ónothæfur í fjölda ára. Þessvegna þarf að hefja viðræður við ríkið um að vinna með sveitarfélaginu í að laga þennan sal. Því það er synd og skömm að Árborg hafi ekki almennilegan stað fyrir tónleikahald.
- Með því að klára menningarsalinn er hægt að halda stóra tónleika m.a. getur Sinfóníuhljómsveit Íslands verið með tónleika þegar hún fer hringinn í kringum landið. Leikfélag Selfoss getur haft aðstöðu þar. FSu og ML geta sett upp skólaleikrit. Stórir fyrirlestrar ráðstefnur geta verið haldnar.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.