Tillaga UNGSÁ um fjölgun á leikvöllum í sveitarfélaginu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 15
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að fjölgað verði leikvöllum í sveitarfélaginu og eldri leikvellir betrumbættir.
Svar

Ísabella Rán Bjarnadóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að fjölgað verði leikvöllum í sveitarfélaginu og eldri leikvellir betrumbættir.
- Helst þarf að bæta við völlum á fleiri stöðum, t.d. þar sem ný hverfi eru í uppbyggingu
- Þó að vissir leikvellir hafi verið uppfærðir þá vantar enn upp á að bæta við nýjum leiktækjum, mála og gera við gömul og gera snyrtilegt þar á eldri leikvöllum sveitarfélagsins

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.