Tillaga UNGSÁ um leiksvæði og leiktæki við grunnskóla sveitarfélagsins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 15
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að leiksvæði og leiktæki við grunnskólana verði bætt.
Svar

Ísabella Rán Bjarnadóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að leiksvæði og leiktæki við grunnskólana verði efld.

- Mikil fjölgun hefur verið á nemendum við grunnskólana í sveitarfélaginu, sérstaklega hér á Selfossi. Þrátt fyrir stækkun á leiksvæðum við grunnskólana tvo á Selfossi þá hefur fjölgunin verið slík undanfarin ár að það vantar talsvert upp á að leiksvæðin anni fjölda nemendum í frímínútum.
- Leiktæki hafa ekki verið í samræmi við fjölgun nemenda. Ljóst er það að elsti meðlimur ungmennaráðs man eftir að hafa leikið sér í stórum hluta þessa leiktækja sem barn við sinn grunnskóla en þessi aðili er kominn vel á þrítugsaldurinn.
- Lóðin við grunnskólann á Eyrarbakka er alls ekki boðleg við íslenskan grunnskóla á 21stu öldinni og má hreinlega halda því fram að hún sé hættuleg.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.