Tillaga UNGSÁ um heimavist við FSu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 15
18. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar óskar eftir því að bæjarstjórn beiti sér fyrir því að heimavist verði komið upp að nýju við FSu.
Svar

Jakob Heimir Burgel Ingvarsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar óskar eftir því að bæjarstjórn beiti sér fyrir því að heimavist verði komið upp að nýju við FSu.
- Það er ólíðandi að ekki sé heimavist til staðar við Fjölbrautarskóla Suðurlands. Leiguverð hefur hækkað mikið á síðustu misserum og því er ekki jafnræði á meðal ungs fólks í landshlutanum varðandi nám við skólann. Sem dæmi er vitað um ungmenni séu að keyra yfir 80 km á hverjum morgni til að mæta í skólann. Ferðakostnaður hefur einnig hækkað mikið á þessu tímabili. Þetta er stærsti framhaldsskólinn á svæðinu og sá öflugasti sem býður uppá iðnám. Þrátt fyrir þessa staðreynd er FSu eini skólinn á svæðinu sem hefur ekki heimavist við skólann. Sveitarfélagið Árborg getur stutt við þessa hugmynd með aðgerðum svo sem að gefa lóð undir fasteignina.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.