Deiliskipulagstillaga Austurvegur 67
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 2
22. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 1. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 15. júní sl., liður 4. Deiliskipulagstillaga Austurvegur 67
Sigurður Þór Haraldsson f.h. Selfossveitna lagði fram deiliskipulagstillögu fyrir lóðina Austurveg 67, á Selfossi. Deiliskipulagstillagan var til meðferðar hjá sveitarfélaginu 2018, var auglýst í samræmi við ákvæði Skipulagslaga nr.123/2010, en var ekki auglýst í B-deild stjórnartíðinda, þar sem gerðar voru athugasemdir/ábendingar af háflu Skipulagsstofnunar. Tillagan hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar. Staðsetning lóðarinnar er við gatnamót Laugardælavegar og Austurvegar, austast á Selfossi og er stærð lóðar um 25.000 m2. Svæði deiliskipulags afmarkast af Laugardælavegi í austri Austurvegi í suðri en að öðru leyti að lóð Mjólkursamsölunnar að Austurvegi 65. Aðkoma að svæðinu er um Laugardælaveg með tveimur tengingum. Austurhluti svæðisins er skermað af með jarðvegsmönum og trjáröðum, auk þess er það afgirt. Tildrög deiliskipulags eru fram komin vegna ört stækkandi byggðar Sveitarfélagsins Árborgar og vegna óhentugar staðsetningar á núverandi hitaveitudælustöð, og hafa Selfossveitur ákveðið að hefja vinnu við að koma fyrir nýrri dælustöð fyrir hitaveitu á núverandi lóð Selfossveitna að Austurvegi 67 á Selfossi. Mun dælustöð þessi þjóna sem aðaldælustöð veitunnar ásamt því að fyrirhugað er að koma stjórnstöð Selfossveitna fyrir í sama húsnæði. Höfuðmarkmið deiliskipulagstillögunnar er að auka svigrúm uppbyggingar á lóð Selfossveitna til að auka afkastagetu og rekstraröryggi afhendingar á heitu vatni. Þá gerir tillagan ráð fyrir 4 byggingarreitum sem munu þjóna framkvæmda- og veitusviði, skipulags- og byggingardeild, ásamt þjónustumiðstöð Árborgar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og lagði til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við ofangreinda lagagrein skipulagslaga, og að hún yrði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga.
Svar

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.