Reglur um úthlutun á landi til beitar- og ræktunar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 33
17. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Breytingar á reglum um land til beitar- og ræktunar lagðar fram.
Núgildandi reglur eru síðan 2015. Helstu breytingartillögur eru eftirfarandi:
Á 12. fundi bæjarstjórnar þann 15. maí 2019 var umhverfisnefnd með erindisbréfi falið að hafa faglega umsjón með landbúnaðarmálum en málaflokkurinn var áður hjá skipulags- og byggingarnefnd. Af þeim sökum eru orðin skipulags- og byggingarnefnd felld út og í stað þeirra segir umhverfisnefnd.
Þá gerir tillagan ráð fyrir að aðrir en þeir sem stunda búfjárhald skv. lögum um búfjárhald geti sótt um land til ræktunar, t.a.m. undir garðyrkjurækt.
Loks er kveðið á um skyldu leigusala til að þinglýsa leigusamningum en það er gert til að auðvelda utanumhald og eftirlit með þessum löndum.
Svar

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.