Grenndarkynning vegna Smártún 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 33
17. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á 31. fundi bæjarstjórnar þann 20. janúar sl.
Tillaga frá 59. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 13. janúar sl., liður 2. Grenndarkynning vegna Smáratúns 1. Tillagan felst í því að afmarka byggingarreit, skilgreina nýtingarhlutfall, hámarksfjölda hæða, ásamt því að skilgreina aðkomu að lóð. Erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni vegna fjölda athugasemda sem borist hafa. Lagt var til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin yrði samþykkt.
Forseti lagði til að afgreiðslu á deiliskipulagstillögu fyrir Smáratún 1 á Selfossi yrði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar. Vilyrðishafa lóðarinnar bar í millitíðinni að leggja fram til skipulags- og byggingarnefndar teikningar af sænska húsinu eins og það mun koma til með að líta út á lóðinni í þrívídd til að hægt sé að átta sig á götumynd og útliti eftir þessar breytingar.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Bókun frá 63. fundi skipulags- og byggingarnefndar sem haldinn var 10. mars sl.: Nú hafa umbeðin gögn borist til skipulags- og byggingarnefndar. Breytingar í kjölfar athugasemda hafa verið gerðar á tillögunni og tekið skýrt fram að umrædd tillaga taki einungis til flutnings eða nákvæmrar endurbyggingar á sænska húsinu á lóðinni Smáratún 1. Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem gerðu athugasemdir við tillöguna áður gerða umsögn um athugasemdir dags. 19. janúar 2021 ásamt uppfærðri tillögu og þrívíddarmyndum.
Lagt fram til kynningar.
Svar

Kjartan Björnsson, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum og 4 fulltrúar D-lista sitja hjá.