Almannavarnir Árborgar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 33
17. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til að bæjarstjórn stofni Almannavarnaráð Árborgar.
Svar

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tekur til máls og fylgir tillögunni úr hlaði. Bæjarstjóri bendir á að misritun sé í lokamálsgrein tillögunnar en þar á að standa Almannavarnanefnd Árnessýslu en ekki Árborgar.
Ari B. Thorarensen, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls. Að beiðni forseta tekur Arna Ír Gunnarsdóttir, varaforseti við stjórn fundarins á meðan að Helgi S. Haraldsson, B-lista tekur til máls.

Hlé er gert á fundinum kl. 18:21.

Fundir fram haldið kl. 18:32

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir fulltrúar D-lista greiða atkvæði á móti.

Kjartan Björnsson, D-lista lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa D-lista:
Hér eru óvönduð vinnubrögð og óundirbúin með öllu. Nær hefði verið að stofna til samtals og samráðs meðal kjörinna fulltrúa með svo veigamikinn og viðkvæman málaflokk og vinna saman að útfærslu. Ósvarað er spurningum um kostnað vegna þessa. Almannavarnir eru gríðarlega mikilvægar og sérstaklega hér á okkar svæði og því þarf að vanda vinnubrögð.
Gunnar Egilsson, Ari Björn Thorarensen, Brynhildur Jónsdóttir og Kjartan Björnsson D lista.