Göngugötur - viðhorf Reykvíkinga 2020, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 83
7. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram skýrsla, dags. í september 2020 og kynntar niðurstöður könnunar Maskínu fyrir Reykjavíkurborg um viðhorf Reykvíkinga til göngugatna miðborgarinnar.
Gestir
Þóra Ásgeirsdóttir frá Maskínu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Meirihluti borgarbúa eru ánægðir með göngugötur. Nú eru 67% jákvæð í garð göngugatna en einungis 16% neikvæð. Jákvæðir eru mun fleiri en neikvæðir í öllum hverfum, og í öllum aldurs-, menntunar- og tekjuhópum. Ferðum á göngugötusvæði hefur sömuleiðis fjölgað stöðugt á árunum 2017-2020. Reykvíkingar vilja göngugötur - og meirihluti borgarstjórnar vill gera þær að veruleika.
  • Miðflokkur
    Miðbærinn stendur tómur. Það er staðreynd. Skoðanakönnun breytir engu um ástandið. Rótgróin fyrirtæki, kaupmenn og veitingamenn hafa lagt á flótta í önnur hverfi. Ekkert hefur verið hlustað á áhyggjur þeirra. Þessi skoðanakönnun sýnir allt aðra niðurstöðu en raunveruleikinn er.
  • Flokkur fólksins
    Viðhorfið sem birtist í könnuninni endurspeglar greinilega ekki viðhorf fólks sem er miður því maður vill gjarnan geta stuðst við kannanir að einhverju leyti. Kynningin gefur þá mynd að allir séu í raun húrrandi glaðir yfir ástandinu í bænum. Ef fulltrúi Flokks fólksins væri spurður hvað honum þætti almennt um göngugötur væri svarið að þær væru frábærar þar sem þær ættu við og þjónuðu sínum tilgangi. Ef horft er til göngugatna í miðbænum sem leiddu til lokunar umferðar hafa margir stigið fram og lýst óánægju sinni. Ekki síst hagaðilar sem hættu að fá til sín kúnna í sama mæli og áður. Fólk sem kom á svæðið er hætt að koma. Það vita það allir sem vilja hvernig komið er fyrir Laugavegi. Nú nýlega steig eigandi Máls og menningar fram og sagði að reksturinn hefði verið orðinn erfiður fyrir COVID. Sölutölurnar ljúga ekki og fylgja sölutölurnar lokunum gatna. Fólk sem ekki býr í nágrenninu kemur eðlilega minna þegar engar verslanir eru lengur á staðnum og aðgengi erfitt. Fulltrúi Flokks fólksins verður bara að vera heiðarlegur í þessu sambandi og segja að þessi könnun, niðurstöður hennar eru í ljósi alls þessa ekki trúverðugar eða í það minnsta gefur kynningin ranga mynd. 
  • Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
    Áheyrnarfulltrúar í skipulags- og samgönguráði gagnrýna skoðanakönnun fyrir að stemma ekki við þeirra eigin upplifun af veruleikanum. Það breytir ekki niðurstöðum könnunarinnar sem er unnin á faglegan hátt og með viðurkenndum aðferðum.