Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um vistgötur, umsögn - USK2020090016
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 80
2. september, 2020
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Skipulagsyfirvöld leggja til og hafa hafið framkvæmdir á að gera Norðurstíg og Nýlendugötu austan Ægisgötu að vistgötum sem þýðir að bílar eru aftast í forgangi. Hraði hjóla, hjólaskauta eða hjólabretta miðast við gönguhraða. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvaðan þessi hugmynd kemur. Er þetta gert að ósk íbúa og vegfarenda eða er þetta einungis persónulegar ákvarðanir skipulagsfulltrúa? Hvernig var samráði háttað? Hér er enn og aftur spurt um samráð við fólkið í borginni en ekki stafkrókur um slíkt er að finna í framlagningu gagna sem er í formi tilkynningar fremur en tillögu. 
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis - og skipulagssviðs, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.