Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi umferð í Ármúla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 80
2. september, 2020
Frestað
Fyrirspurn
Þar sem fjöldi verslana og fyrirtækja hefur flutt í Ármúlann undanfarin ár er umferð orðin töluvert mikil um götuna. Umferð hefur aukist vegna t.d. lokana í miðbænum og þrenginga á Grensásveg. Í skipulagslýsingu sem lögð var fram í ágúst 2019 eru fyrirhugaðar breytingar tilgreindar. Í þeim felst að þétta byggð og eiga allt að 450 íbúðir og atvinnuhúsnæði rísi t.d. á lóðinni Suðurlandsbraut 34/Ármúli 31. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að þarna verði mikil þrengsli þar sem umferð af alls kyns tagi mun aukast ekki síst vegna lokana í miðbænum. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvaða áhrif breytingar á lóðinni Suðurlandsbraut 34/Ármúli 31 muni hafa á umferð og rými vegfarenda?  Eftir lokun miðbæjarins hefur umferð aukist mjög á þessu svæði, Ármúla og einnig Hallarmúla. Fulltrúa Flokks fólksins hafa einnig borist upplýsingar um að Reykjavíkurborg áformi breytingar á Ármúlanum ofar í götunni, á milli Vegmúla og Selmúla og að hæðarmælingar og annar undirbúningur hafi farið fram.  Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvaða breytingar séu fyrirhugaðar á þessum hluta Ármúla af hálfu skipulagsyfirvalda?
Svar

Frestað.