Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,um borð og bekki fyrir hjólastólanotendur, umsögn - USK2021110031
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 viku síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 120
10. nóvember, 2021
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að bekkir og borð sem henta einstaklingum er nýta hjólastóla verði settir upp á völdum stöðum í borgarlandinu (sjá myndir). Lagt er til að leitað verði til Sjálfsbjargar varðandi val og staðsetningu á þessum bekkjum og borðum.
Svar

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins styður þessa tillögu um borð og bekki fyrir hjólastólanotendur heils hugar. Sjálfsagt er að setja borð og bekki  sérhannaða fyrir hjólastólanotendur á völdum stöðum. Velja þarf þessa staði í fullu samráði við notendur. Þeir eiga að hafa r allt um það að segja hvar þessi borð og bekkir verða settir. Hafa þarf samráð við  hagsmunafélög í þessu sambandi, ÖBÍ, Sjálfsbjörg. Þetta er einfalt að framkvæma og ekki ætti að felast í þessum aðgerðum mikill kostnaður.