Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, um líffræðilegan fjölbreytileika og skilgreiningu á honum, svar - USK2021110017
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 mánuðum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 122
1. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 26. nóvember 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Borist hefur svar við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um notkun skipulagsyfirvalda Reykjavíkurborgar á hugtakinu „líffræðilegur fjölbreytileiki“ og skilgreiningu þar á. Spurt var vegna þess að embættismenn, ráðgjafar og þeir sem skrifa um breytingar á ræktun innan borgarinnar nota það hins vegar mest þegar áætlað er að planta í einstök beð eða einstaka garða. Það er misnotkun á hugtakinu að mati fulltrúa Flokks fólksins. Pínulítil svæði hafa ekkert með líffræðilegan fjölbreytileika að gera. Í svarinu hins vegar er skilgreiningin sem birt er á líffræðilegum fjölbreytileika í nokkru samræmi við alþjóðlega skilning á hugtakinu sem er notað til að skilgreina margbreytileika lífríkisins bæði vistfræði- og erfðafræðilega. Hugtakið er einmitt notað í víðu samhengi t.d. þegar talað er um líffræðilega fjölbreytni á stórum landsvæðum en ekki þegar planta á í einstök beð eða einstaka garða.