Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um nýbyggingar á árunum 2014 til 2021, umsögn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 122
1. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags, dags. 22. nóvember 2021.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Fyrirspurnin fjallar m.a. um að gengið sé á græn svæði þegar ákveðið er hvar á að byggja. Græn svæði hafa tapast samkvæmt svari og þau skuli bætt upp með grænu yfirbragði innan hinnar nýju byggðar, rúmgóðum og fjölbreyttum garðsvæðum, blágrænum ofanvatnslausnum, grænum húsþökum, grænum bílastæðum, gróðri í göturýmunum og almennt lausnum sem tryggja gegndræpi yfirborðsins. Þetta er auðvitað ekki það sama og “græn svæði” að mati fulltrúa Flokks fólksins. Tökum sem dæmi Hljómskálagarðinn og ef ákveðið yrði að byggja þar, hvernig yrði Hljómskálagarðurinn bættur upp með grænum bílastæðum, blágrænum ofanvatnslausnum eða grænum húsþökum? Einnig eru fjörur fylltar í gríð og erg til að byggja á. Ekki er minnst á þá röskun í svarinu. Með því að taka fjörur borgarinnar undir steypu er eiginlega gengið eins langt og hægt er í að skemma náttúru. Um er að ræða aðgerðir sem eru með öllu óafturkræfar.