Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata, um úttekt á aðgengi á gönguþverunum í borginni.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 110
7. júlí, 2021
Frestað
Fyrirspurn
Lagt er til gerð verði úttekt á aðgengi í tengslum við gönguþveranir í borginni. Gönguþveranir verði metnar út frá því hve vel þær henti öllum vegfarendum, t.d. hvort kantar hindri för, hvort hnappar á ljósastýrðum gangbrautum séu aðgengilegir öllum, hvort merkingar og ljós séu sýnileg og hvernig gönguþveranirnar henti jafnt blindum sem heyrarskertum notendum. Tekið verði mið af leiðbeiningunum "Hönnun fyrir alla - algild hönnun utandyra." Í fyrstu atrennu verði litið til helstu gönguleiða út frá samþykktu hverfisskipulagi byrjað í Árbænum, þar sem hverfisskipulagið liggur fyrir. Lagt er til að verkefnið hefjist á árinu 2022.
Svar

Frestað.