Leiðakerfisbreytingar í Grafarvogi, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 109
30. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kynntar fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó í Grafarvogi.
Gestir
Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir frá Strætó taka sæti á fundinum undir þessum lið. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja það óásættanlegt þegar um leiðakerfisbreytingar á Strætó standa til að þær hafi ekki verið kynntar fyrir íbúum, íbúaráði og íbúasamtökum og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir og senda inn umsögn um breytingarnar áður en þær taka gildi. Breytingar á leiðarkerfi Strætó í norðanverðum Grafarvogi voru samþykktar af stjórn Strætó í nóvember 2020 og eiga að taka gildi í ágúst næstkomandi. Þá er það einnig ekki ásættanlegt að kjörnir fulltrúar fái  ekki gögn send áður en málið er tekið fyrir í ráðinu. Ljóst er að verið er að bæta þjónustu við Egilsshöll en að sama skapi er verið að skerða þjónustu við aðra hluta hverfisins s.s. við Borgahverfið og verið er að fækka stoppistöðvum. Fresta ætti breytingunni og gefa íbúum kost á að koma að umsögn áður en málið er afgreitt.
  • Sósíalistaflokkur
    Á sama tíma og fulltrúi Sósíalista fagnar aukinni þjónustu við nemendur í Grafarvogi er fulltrúinn alfarið á móti minni þjónustu við íbúa í Borgunum.
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins lagði til 4. mars 2020 að breyting verði gerð á leiðakerfis Strætós bs. í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Tillagan gekk út á að leiðakerfið verði þétt og skilvirkt milli hverfanna og til að svo megi verða þarf að endurskoða leiðakerfið Strætó með hliðsjón af ábendingum og athugasemdum íbúa þessara hverfa og með hliðsjón að öryggi barna sem koma úr þremur hverfum. Engin viðbrögð eða svör hafa borist við tillögunni sem er nú meira en ársgömul. Nú leggur meirihlutinn fram tillögur að breytingu á leiðakerfi sem kynntar eru í samgönguráði en engin gögn fylgdu málinu. Eftir því sem næst er komist er verið að bæta tengingar milli skóla.  Einnig skilst fulltrúa Flokks fólksins að bæta á þjónustu við Egilshöll með leið 6. Sú tillaga sem hér er lögð fram virðist þó draga úr þjónustu við fólk í Borgum. Grafarholt og Úlfarsárdalur eru ekki að græða neitt stórkostlega á tillögunni eftir því sem næst kemur.