Stæði fyrir rafbíla, tillaga - USKR2021020121
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 107
9. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram svohljóðandi tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 4. júní 2021:
Svar

Lagt er til við skipulags- og samgönguráð að samþykkt verði að eftirfarandi bifreiðastæði við rafhleðslustöðvar verði merkt sem bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð bifreiðum sem þurfa rafhleðslu.- Bílahúsið Stjörnuport, 6 stæði- Bílahúsið Vitatorg, 12 stæði- Bílahúsið Vesturgata, 4 stæði- Bílahúsið Traðarkot, 6 stæði- Bílahúsið Bergstaðir, 4 stæði- Bílahúsið Ráðhúsið, 12 stæði- Grettisgata v. hús nr. 89, 4 stæði- Kirkjutorg, 4 stæði- Amtmannsstígur v. Lækjargötu, 4 stæði- Félagstún v. Höfða, 4 stæði- Naustin v. Hafnarhúsið, 4 stæði

Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði fagna því að verið sé að bæta aðgengi hreyfihamlaðra með því að staðsetja stæði á jafnsléttu en ekki í halla eins og nú er á þessu svæði. Mikilvægt er að gott samráð sé haft við Öryrkjabandalagið og hagsmunasamtök hreyfihamlaðra við staðsetningu P - merktra bílastæða. Aðgengi hreyfihamlaðra hefur verið takmarkað að miðborginni og fara þarf í heildstæða vinnu til að auka það enn frekar.