Nagladekkjatalningar í Reykjavík veturinn 2020-2021, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 104
12. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Kynntar niðurstöður mælinga á hlutfalli bifreiða á nagladekkjum í Reykjavík veturinn 2020-2021.
Svar

 (D) Ýmis mál

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Píratar, Viðreisn
    Ánægjulegt er að sjá að notkun nagladekkja dregst saman frá fyrra ári. Nauðsynlegt er að halda áfram að hvetja fólk til að sleppa eða minnka notkun nagladekkja auk þess að hefja samtal við stóra aðila á borð við bílaleigur um leiðir til að minnka notkun nagladekkja enn frekar. Væri hægt að skoða hvort ástæða væri til að setja enn frekari skorður á notkun nagladekkja ef ríkið myndi veita slíka heimild.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Notkun nagladekkja hefur aukist síðustu ár úr 22 % í 40 % . Á síðasta ári var umferð mjög óvenjuleg vegna Covid og er því ekki að undra að nagladekkjanotkun hefur dregist saman þar sem engir ferðamenn voru í landinu. Ljóst er að gera þarf átak í að hvetja fólk til að nota minna nagladekk og ekki má draga of miklar ályktanir út frá þessu fráviksári.
  • Flokkur fólksins
    Skýrsla Eflu um talningu nagladekkja er kynnt á fundi skipulags- og samgönguráðs. Verkfræði- og arkitektastofan Efla er ráðin til að halda utan um verkið en sem fær síðan aðra, ungt fólk/námsmenn til að „telja“ hverjir eru á nagladekkjum. Sjálfsagt er að fá þessar upplýsingar og búið er að gera talningu sem þessa frá aldamótum. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þó afar sérstakt að ekki sé fenginn einhver borgarstarfsmaður til að halda utan um þetta verkefni heldur ráðin rándýr verkfræði- og arkitektastofa til þess. Hér mætti hagræða og spara. Utanumhald af þessu tagi krefst hvorki verkfræði- né arkitektamenntunar.