Svar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins, um Óðinstorg og nágrenni
Svarthöfði 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 62
5. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.
Svar

1. Hvað var áætlaður kostnaður samkv. kostnaðaráætlun 1 við endurgerð Óðinstorgs? 2. Hver var áætlaður kostnaður samkv. kostnaðaráætlun 2 við endurgerð Óðinstorgs? 3. Hvenær er áætlað að verklok verði við Óðinstorg en þeim átti að ljúka í september 2019? 4. Upphafleg tillaga sem samþykkt var í borgarráði 21. mars 2019 hljóðaði svo: „Óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Framkvæmdir á Óðinstorgi felast í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu.“ Hver tók ákvörðun að taka allt nærsvæði Óðistorgs inn í verkið m.a. gera upp götur og leggja snjóbræðslukerfi í þær? 5. Hver er áfallinn kostnaður tæmandi talinn við verkið allt miðað við 1. febrúar 2020? 6. Á hvaða fjárheimild voru þær ákvarðanir teknar að taka allt nærsvæðið inn í verkið? 7. Hvað er áfallinn kostnaður tæmandi talinn við Óðinstorgið sjálft? 8. Hvað er áfallinn kostnaður tæmandi talinn við nærumhverfið allt? 9. Hvað er útistandandi kostnaður við verkið allt miðað við 1. febrúar 2020?