Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, rykbinding gatna í borginni í skipulags og samgönguráði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 62
5. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókar:
Svar

Það er ljóst að öðru hvor koma dagar í Reykjavík þar sem mikið ryk fyllir andrúmsloftið og reynist íbúum borgarinnar hættulegt. Samkvæmt því svari sem nú liggur fyrir þá lýsir áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins efasemdum um að það fyrirkomulag sem nú er viðhaft skili tilteknum árangri og stuðli að betri heilsu borgarbúa. Ýmislegt annað væri hægt að gera eins og að takmarka notkun nagladekkja sem spæna upp götur borgarinnar og sést glögglega um þessar mundir. Það eru til annars konar vistvæn dekk sem jafnvel eru enn öruggari. Jafnframt eru til ýmsar leiðir til rykbindingar sem vert er að athuga. Þá má einnig athuga takmörkun á umferð þungaflutningsbíla t.d. á háannatímum. Ljóst er að eitthvað þarf til bragðs að taka og einblína ekki endalaust útrýmingu bílsins úr miðborginni og þar með út á umferðargötur borgarinnar sem er ill viðhaldið.