Athugasemd við dagskrá skipulags- og samgönguráðs, frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 43
14. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins gera eftirfarandi athugasemd: Ótækt er að  fundardagskrá og fundargögn boðaðra funda Skipulags og samgönguráðs séu að berast í bútum langt fram yfir tilskilinn tímamörk. Það er því krafa okkar að fundardagskrá liggi fyrir fullunnin, endanleg og með öllum fylgigögnum þegar fundarboð er sent.  Sá tími sem fulltrúum gefst til að yfirfara gögn er af skornum skammti  og því óásættanlegt að hann sé styttur enn frekar með þessum hætti.