Hjólreiðaáætlun: Nánari útfærsla hjólabrauta, tillaga - USK2021020125
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 43
14. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Tillaga um að finna stað í borgarlandinu fyrir varanlega hjólabraut (pump track) Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði leggja til að umhverfis- og skipulagssvið finni stað í borgarlandinu fyrir varanlega hjólabraut.   Greinargerð Árið 2012 var búin til varanleg hjólabraut við rætur Öskjuhlíðar í samstarfi Reykjavíkur og hjólareiðafélagsins Tinds. Síðar var lögð yfir hana nýi hjólastígurinn við Öskjuhlíð. Síðan þá hefur ekki verið slík varanleg hjólabraut en nokkrar færanlegar verið keyptar og settar á hina ýmsu staði. Þó þær séu góðar og gildar, getur varanleg hjólabraut verið prýði í borgarlandinu og nýst til hreyfingar og skemmtunar fyrir almenning. Þó íslenskun á orðinu pump track sé hjólabraut þá nýtist slík braut fyrir fleiri, til dæmis hjólabretti og hlaupahjól.  Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs til umsagnar.