Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, Úrbætur í vegamálum í Reykjavík
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 41
26. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins:
Svar

Úrbætur í vegamálum í ReykjavíkFlöskuhálsar og tafir eru víða í borginni á álagstímum.  Einn er sá flöskuháls sem tefur alla þá sem aka frá suðri til norðurs á Breiðholtsbraut og ætla að beygja til vinstri inn á Bústaðarveg á álagstímum.  Draga má verulega úr þeim töfum sem vegfarendur upplifa og þurfa að sæta á sessari leið. Leggur Flokkur fólksins til að bannað verði að beygja til vinstri inn á Bústaðarveg hvern virkan dag frá kl 16 til 18 í tilraunaskyni.  Ljósin verði tekin úr notkun á þessum tíma.  Með slíkri framkvæmd má draga verulega úr töfum  vegfarenda á leið sinni suður og norður eftir Breiðholtsbrautinni.Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillagan verði felld. Tillaga felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.