Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, Breiðholtið.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 41
26. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:  
Svar

Flokkur fólksins leggur til að borgarmeirihlutinn hugi sérstaklega að Breiðholtinu. Í hverfinu ríkir gríða mikil fjölbreytni sem ber að fagna. Breiðholtið hefur hins vegar oft orðið fyrir neikvæðri umræði í þjóðfélaginu.  Upp úr 1970 voru byggðar íbúðir fyrir efnalitlar barnafjölskyldur sem var fyrirtaks framkvæmd.  Síðan liðu áratugirnir og nú er hverfið vinsælt hjá öllum aldurhópum og stéttum sem búa í fjölbýli og einbýli.  Breiðholtið er friðsælt og fallegt og var fyrirtaks framkvæmd. Breiðholtið er fjölmenningar samfélag og ótrúlega gaman að virða fyrir sér hina ólíku hópa sem nú hafa flutt í hverfið.   Þetta fólk er yndislegt og kryddar tilveruna.  Maður upplifir sig á göngu í London eða New York þegar farið er út að ganga í hverfinu. Nauðsynlegt er að finna leiðir til að lyfta hverfinu frá þeirri oft ósanngjörnu neikvæðu umræðu sem oft á tíðum maður verður vitni að. Að margra mati er Breiðholtið best geymda leyndarmálið á höfuðborgarsvæðinu.