Fyrirspurn frá fulltrúa Flokki fólksins, ólöglegur halli á Hjartagarðinum
Síðast Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 41
26. júní, 2019
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins: 
Svar

Ólöglegur halli á Hjartagarðinum.Halli frá laugarvegi inn í Hjartagarðinn er langt yfir leyfilegum mörkum og brýtur gegn ákvæðum byggingareglugerðar.  Samkvæmt henni er mesti leyfilegi hallinn fimm prósent en hallinn í Hjartagarðinum er 15 prósent. Kemur  fram hjá Margréti Lilju Aðalsteinsdóttur aðgengisfulltrúa ÖBI í fjölmiðlum nýlega að slík brot á byggingarreglugerðinni séu mun algengari en margur myndi halda.1.  Hver sér um eftirlit með að byggingarreglugerðum sé framfylgt?2. Hver er kostnaður  við lagfæringar á slíkum framkvæmdum s.l. fimm ár? (3. Hver ber kostnaðinn? 4. Fjöldi aðgengisframkvæmda í Reykjavík þar sem byggingareglugerðir hafa verið brotnar?5. Hver hafa viðbröðin verið hjá þeim sem ábyrgðina bera gagnvart kvörunum frá ÖBÍ6. Hve langan tíma frá því að kvörtun berst og búið er að lagfæra eða afgreiða kvörtunina?Fram kemur í viðtali við Margréti Lilju Aðalsteinsdóttur aðgengisfulltrúa ÖBÍ að halli fyrir fimm prósent hefur mjög mikil áhrif á hreyfihamlað fólk og fólk sem á erfitt með gang og hvað þá þegar hallinn er kominn upp í 15 prósent.Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds mannvirkja og skrifstofu byggingarfulltrúa.