Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, hjólreiðahraðareglur, umsögn - US2019050003
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 38
29. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á fundi borgarráðs 2. maí 2019 var eftirfarandi tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Svar

Flokkur fólksins leggur til að settar verði hjólareiðahraðareglur í borginni þar sem þess þarf og það er eflaust víða. Nú með hækkandi sól eykst umferð hjólandi, gangandi og hlaupandi. Fjölmörg dæmi eru um að hjólreiðamenn hjóla allt of hratt þegar þeir fara fram úr öðrum hjólreiðarmönnum og gangandi vegfarendum. Margir gangandi og einnig hjólreiðarmenn eru með hundinn sinn sér við hlið. Dæmi eru um að hjólreiðamenn hafi þotið fram hjá á ca 60 km+. Hvað gerist t.d. ef 80 kg hjólreiðamaður lendir á fólki eða dýrum á 60 km hraða. Ástandið er þannig víða að það er ekki spurning um hvort verður slys heldur hvenær. Nefna má staði eins og Víðidal. Að sunnanverðu er víða mjög blint vegna trjáa. Engu að síður hjóla sumir á ógnarhraða og taka hiklaust fram úr öðrum hjólandi og gangandi stundum á ógnarhraða. Ástandið í Víðidal er alvarlegt hvað þetta varðar og án efa er það víðar í borginni. Hér verður að grípa til aðgerða með því að setja hámarkshraða, hraðahindranir þar sem það á við og að aðskilja keppnishjólreiðar og gangandi vegfarendur þar sem það er nauðsynlegt.