Tillaga Flokks fólksins, bifreiðastæðaklukkur í miðborg Reykjavíkur.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 38
29. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga Flokk fólksins um að teknar verði upp bifreiðastæðaklukkur í miðborg Reykjavíkur.
Svar

Lagt er til að Reykjavíkurborg innleiði bifreiðastæðaklukkur í þar til gerð merkt stæði í miðbænum og nágrenni hans. Bifreiðaklukkur eða framrúðuskífa eins og oft er kallað gæti komið að gagni ekki einungis í miðbænum heldur líka næst háskólanum og víðar. Framrúðuskífan er notuð mjög víða á meginlandinu einmitt í borgum á stærð við Reykjavík. Framrúðuskífa hentar sérlega vel ekki bara fyrir borgir af þessari stærðargráðu heldur einnig á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík. Misjafnt yrði eftir stæðum hversu lengi má leggja, frá einni upp í tvær klst. eftir því hve nálægt miðbænum stæðið er. Leyfilegur tími er tilgreindur á skiltum við stæðin. Sé bifreið lagt lengur en heimilt er, klukka rangt stillt eða engin klukka sjáanleg í framrúðu er lagt á stöðugjald skv. ákveðinni gjaldskrá.Vísað til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgöngustjóra.