Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði, um gerð fjallahjólaleiðar í Esjunni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 32
20. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði um gerð fjallahjólaleiðar í Esjunni. Skipulags- og samgönguráð samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagssviði að skipuleggja fjallahjólaleið frá Gunnlaugsskarði í Esju að Mógilsá í Kollafirði. Leiðin skal fundin og búin til í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur, fjallahjólara (til dæmis Íslenska fjallahjólabandalagið) og aðra hagsmunaaðila. Markmið með tillögunni væri að nýta Esjuna betur sem útivistarsvæði og skapa fleiri tækifæri til útivistar. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa og skrifstofu umhverfisgæða.