Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sjómannaskólareitur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 28
13. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks þar sem óskað er eftir skýringum vegna þess ósamræmis sem birtist í kynningu Vaxtarhúsa annars vegar og auglýsingu borgarinnar frá 1. júní 2018 hins vegar. Samkvæmt tillögu Vaxtarhúsa lenda aðeins sjö byggingar af 18 innan þess landsvæðis sem skilgreint var sem framkvæmdasvæði. Í auglýsingu Reykjavíkurborgar frá 1. júní sl. eru níu byggingar sem lenda inni í Saltfiskmóanum, þar af fjórar byggingar í stakkstæðinu frá 1920 (en aðeins örfáir mánuðir eru þar til það telst til fornminja samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og nyti þar með friðunar), og tvö hús vestast inni á lóð Háteigskirkju. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2019. Svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2019 lagt fram