Dunhagi 18-20, kæra 50/2021, umsögn, úrskurður
Dunhagi 18
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 105
26. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. apríl 2021 ásamt kæru dags. 19. apríl 2021 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2021 um að samþykkja byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Dunhaga 18-20. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. apríl 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 18. maí 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 15. október 2020 um að samþykkja deiliskipulag fyrir reit sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Harðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 12. janúar 2021 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi vegna Dunhaga 18-20.