Dunhagi, hjarðarhagi og Tómasarhagi, kæra 9/2021, umsögn, úrskurður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 105
26. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. janúar 2021 ásamt kæru dags. 17. janúar 2021 þar sem kært er auglýst deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 1. mars 2021. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 18. maí 2021. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 15. október 2020 um að samþykkja deiliskipulag fyrir reit sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Harðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 12. janúar 2021 um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi vegna Dunhaga 18-20.