Gamla höfnin - Vesturbugt, reitir 03 og 04, breyting á deiliskipulagi
Gamla höfnin
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Málsaðilar
Skipulags- og samgönguráð nr. 105
26. maí, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 7. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gamla höfnin, vegna reita 03 og 04. Í breytingunni felst að göturými Hlésgötu er bætt við reiti 03 og 04 og stækka svæðin sem því nemur, fjölga íbúðum úr 170 í 190, heimilt verði að breyta 3 raðhúsum á reit 03 í fjölbýlishús með því að tengja þau húsinu við hliðina (Mýrargata) með svalagangi, heimilt verði að breyta 2 x 3 raðhúsum á reit 04 í fjölbýlishús með því að tengja þau hornhúsunum sín hvoru megin með svalagöngum, heimilt verði að nýta jarðhæð á suðvestur horni á reit 04 fyrir allt að 7 íbúða búsetuúrræðiskjarna o.fl., samkvæmt uppdr. PK Arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2021. Einnig er lagt fram minnisblað Einars I. Halldórssonar, dags. 20. maí 2021.
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vísað til borgarráðs. 

Gestir
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Komur og brottfarir
  • - Kl. 11:36 víkur Björn Gíslason af fundi.
  • - Kl. 11:40 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur
    Hér er verið að boða umtalsverðar breytingar á samþykktu deiliskipulagi löngu eftir að það hefur farið í gegnum skipulagsferli og verið samþykkt. Um er að ræða mikilvægt svæði í borgarlandinu við Gömlu höfnina sem borgarbúar hafa sterkar skoðanir á hvernig eigi að skipuleggja. Breytingin felur í sér talsverða fjölgun íbúða og verið er að breyta raðhúsareit í fjölbýlishúsareit sem gerir svæðið einsleitara og óáhugaverðara til útivistar. Í stað þess að meirihlutinn bregðist við lóðaskorti í borginni er sífellt verið að auka byggingarmagn á þéttingarreitum á dýrustu lóðunum í borginni. Upphaflega var gert ráð fyrir leikskóla á svæðinu sem ekki er gerð lengur krafa um þrátt fyrir að ljóst er að mikill skortur er á leikskólaplássum.
  • Miðflokkur
    Það sem er kallað Vesturbugt í dag var áður kallað Slippsvæðið. Skipulag á þessu svæði byrjaði 2003 samkvæmt frétt á heimasíðu Reykjavíkur frá þeim tíma. Engin uppbygging hefur átt sér stað í 18 ár þrátt fyrir þrálátar fréttir að uppbygging sé um það bil að hefjast allan þann tíma. Lýst er yfir miklum vonbrigðum að framkvæmdir eru ekki hafnar við Vesturbugt eins kynnt var á fundi þann 18. apríl 2017 þegar skrifað var undir samning um uppbyggingu íbúða á þessu svæði og aftur á fundi borgarráðs 14. mars 2019. Enn á ný eru boðaðar breytingar og byggingamagn aukið um tæpa 1.000 fermetra og íbúðum á að fjölga úr 170 í 190. Undarlegt samspil Reykjavíkurborgar og Vesturbugtar ehf. með fjármögnun verksins er óljós. Áhættuákvæði er fyrir borgina í samningnum þar sem hún er skylduð til að vera kaupandi að 74 íbúðum sem áætlað er að rísi á þessu svæði. Gera verður þá kröfu þegar Reykjavíkurborg úthlutar gæðum sem þessum til einstakra aðila að þeir sýni fram á fjárhagslega getu sína til verkefna svo uppbygging íbúðarhúsnæðis í borginni dragist ekki úr hömlu eins og verið hefur undanfarin ár. Það er eitthvað mjög skrýtið við allt þetta mál.
101 Reykjavík
Landnúmer: 218883 → skrá.is
Hnitnúmer: 10123295