Dunhagi, Hjarðarhagi og Tómasarhagi, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og samgönguráð nr. 68
15. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að skipulagslýsingu fyrir Dunhaga, Hjarðarhaga og Tómasarhaga fyrir gerð nýs deiliskipulags fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46. Í tillögunni felst að festa í sessi leiksvæði á borgarlandi og hverfisvernd á byggð Hjarðarhaga og Tómasarhaga með minniháttar heimildum til breytinga þ.á.m. bílskúrsheimilda á tveimur lóðum, niðurrifi bílskúra og uppbyggingu á lóð nr. 18-20 við Dunhaga samkvæmt skipulagslýsingu THG Arkitekta ehf. dags. apríl 2020.
Svar

Samþykkt er að kynna lýsingu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun, íbúaráði Vesturbæjar, Borgarsögusafni Reykjavíkur, Minjastofnun Íslands, OR/Veitum, Skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skrifstofu umhverfisgæða og kynna fyrir almenningi. 

Gestir
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.